Stórstjarnan og hugsanlega fremmsti áhættuleikari okkar tíma, Jackie Chan, tilkynnti á Cannes kvikmyndahátíðinni að nýjasta hasarmynd hans, Chinese Zodiac, væri sú síðasta af þessu tagi sem hann tæki að sér og að hann vilji nú einbeita sér að dramatískt krefjandi hlutverkum.
Jackie sagði á hátíðinni í Cannes: „þetta er síðasta hasarmyndin mín. Ég er að segja ykkur það, ég er mjög mjög þreyttur.“ Enginn leikari hefur hugsanlega fórnað líkama sínum jafn mikið fyrir skemmtun okkar í kvikmyndabransanum eins og Jackie Chan, en hann hefur brotið flest öll beinin í líkama sínum og verið við dauðans dyr á kvikmyndaferli sínum mun oftar en meðalmanneskja á lífsleið sinni.
Jackie bætti við: „Og heimurinn er of ofbeldisfullur eins og er. Þetta er ákveðin ádeila fyrir mig- mér líkar hasar en mér mislíkar odbeldi.“ Chinese Zodiac er hundraðasta kvikmynd kappanns en hann er einnig handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Stiklan bendir m.a. til þess að þetta sé hasarmynd í anda þeirra sem Jackie er þekktastu fyrir og líklegast frábær punktur til að enda hasarferilinn á.
Ofurmennið sagðist vilja vera leikari eins og Robert DeNiro, nema asískur að uppruna. „Ég vil ekki bara vera hasarstjarna, ég vil vera sannur leikari. Ég vil losa mig við ímynd mína. Ég vil að áhorfendurnir viti að ég er ekki einungis gamanleikari. Ég get leikið. Dag eftir dag, ár eftir ár, ég mun sína ykkur hinn raunverulega Jackie Chan.“
Satt að segja er ég verulega niðurdreginn eftir þessa tilkynningu, enda er náunginn ekki einungis uppáhalds hasarleikarinn minn, heldur einnig persónulegt átrúnaðargoð. Hver annar er getur notað hvaða hlut sem er á staðnum sem vopn (þar á meðal risavaxinn stiga) og kann að þjálfa fiska, náunginn er bilaðslega fjölhæfur og fagmaður í flestu sem hann tileinkar tíma sínum í. En ég get ekki annað en fundið gleðina með honum í þessu og séð framm á að þessi ákvörðun beri með sér glæstar vonir fyrir framtíð hans sem leikari. Hann hefur sannað sig áður sem leikari (Karate Kid t.d.), hann vantar einungis hlutverkin.
Eins og Jackie er sæmandi þá er best að enda fréttina á einum af fjölmörgum leyndum hæfileikum mannsins. Vonandi fær hann að láta ljós sitt skína í framtíðinni sem sannur leikari.