Jafntefli á milli The Artist og Hugo!

Óskarinn, sem haldinn var núna í 84. sinn, er enn einu sinni að baki og geta flestir verið sammála um það að hann hafi verið fyrirsjáanlegur að venju, með kannski örfáum undantekningum. Engu að síður var ánægjulegt að sjá öðruvísi snið á hátíðinni sjálfri þar sem fasta formið var aðeins brotið upp.

Nú í ár voru það Hugo og The Artist sem stóðu upp með sitthvorar fimm stytturnar. Bardagarnir voru nú flestir á milli þessara tveggja mynda. sem er kaldhæðnislegt vegna þess að önnur myndin er gerð af frönskum manni og gerist í Hollywood, en hin er gerð af bandaríkjamanni og gerist í París. Franska þemað heldur síðan áfram með t.d. myndinni sem hlaut verðlaunin fyrir besta frumsamda handrit. En því miður voru báðar Brad Pitt-myndirnar svolítið útundan, mörgum til mikillar mæðu.

Hér sjáið þið annars listann yfir helstu sigurvegaranna.

BESTA MYND
„The Artist“

BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI
Jean DuJardin – „The Artist“

BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
Meryl Streep – „The Iron Lady“

BESTA LEIKSTJÓRN
Michel Hazanavicius – „The Artist“

BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI
Christopher Plummer – „Beginners“

BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI
Octavia Spencer – „The Help“

BESTA MYND Á ERLENDRI TUNGU
„A Separation“ – Íran

BESTA TEIKNIMYND
„Rango“

HANDRIT BYGGT Á ÁÐUR ÚTGEFNU EFNI
Alexander Payne, Nat Faxon & Jim Rash – „The Descendants“

HANDRIT – FRUMSAMIÐ
Woody Allen – „Midnight in Paris“

LISTRÆN STJÓRN
„Hugo“

KVIKMYNDATAKA
„Hugo“

BÚNINGAHÖNNUN
„The Artist“

HEIMILDARMYND Í FULLRI LENGD
„Undefeated“

HEIMILDARMYND – STUTT
„Saving Face“

KLIPPING
„The Girl with the Dragon Tattoo“

FÖRÐUN
„The Iron Lady“

TÓNLIST (SCORE)
Ludovic Bource – „The Artist“

TÓNLIST (FRUMSAMIÐ LAG)
‘Man or Muppet’ – „The Muppets“

HLJÓÐKLIPPING
„Hugo“

HLJÓÐBLÖNDUN
„Hugo“

TÆKNIBRELLUR
„Hugo“

 
Og já hefjast óhjákvæmilegu umræðurnar, því ekki eru alltaf allir ánægðir með sigurvegaranna. Eða hvað?

Og hvað með hátíðina sjálfa og uppsetninguna á henni?