Jake and Mimi

Leikstjórinn Jim Herzfeld ( 15 Minutes ) á nú í samningaviðræðum um að leikstýra kvikmyndinni Jake and Mimi. Sagan, sem byggð er á bók eftir Frank Baldwin, fjallar um Jake, frægan kvennaflagara sem er taminn af nýjustu ástkonu sinni Mimi. Allt er í sómanum um hríð, þar til fyrrverandi kærustur hans fara að deyja í hrönnum á grunsamlegan hátt og öll sönnunargögn benda á hann. Engir leikarar hafa enn verið nefndir, en ef Herzfeld skrifar undir þá má búast við því að verkefnið taki fljótt á sig mynd.