Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

15 Minutes 2001

(Fifteen Minutes)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. mars 2001

America likes to watch

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Þegar austur- evrópsku glæpamennirnir, Oleg og Emil, koma til New York þá byrja þeir sinn glæpaferil í borginni. Oleg stelur myndbandsupptökuvél og byrjar að mynda allt sem þeir gera, bæði löglegt og ólöglegt. Þegar þeir átta sig á því hvernig fjölmiðlar í Bandaríkjunum geta látið miskunnarlausa morðingja líta út eins og fórnarlömb og gert þá... Lesa meira

Þegar austur- evrópsku glæpamennirnir, Oleg og Emil, koma til New York þá byrja þeir sinn glæpaferil í borginni. Oleg stelur myndbandsupptökuvél og byrjar að mynda allt sem þeir gera, bæði löglegt og ólöglegt. Þegar þeir átta sig á því hvernig fjölmiðlar í Bandaríkjunum geta látið miskunnarlausa morðingja líta út eins og fórnarlömb og gert þá ríka, þá ákveða þeir að snúa sér að hinum fjölmiðlavana rannsóknarlögreglumanni úr morðdeild lögreglunnar í New York, Eddie Flemming, og hinum fjölmiðlafælna slökkviliðsmanni Jordy Warsaw, en þeir eru að rannsaka morð þeirra félaga og íkveikju þeirra á fyrrum glæpafélaga þeirra, en þeir taka allt upp á myndband til að selja slúðurstöðinni “Top Story.” ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Mér fannst þessi mynd afspyrnuléleg... Verri mynd hef ég ekki séð lengi.. Söguþráðurinn var hreint ömurlegur og það gerðist ekki neitt!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd. Edward Burns og þeir sem leika upptökumennina sem taka upp öll morðin sín eru mjög góðir í myndinni sömuleiðis Robert Deniro miðað við hvað það er sorglegt hvað hann leikur lítið í myndinni, það er svona eini bömmerinn í myndinni. En annars er þetta hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér ekkert á óvart. Ed Burns er vægast sagt lélegur leikari og sýnir það svo um munar í þessari mynd. Robert De Niro er frábær sem FBI-lögreglumaður. Vondu kallarnir eru frekar slappir. Hún fær tvær og hálfa fyrir gott handrit og tæknibrellurnar eru MJÖG flottar. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki verið sammála þeim sem skrifuðu á undan mér að 15 Minutes sé góð mynd. Margir frábærir leikarar á borð við Robert DeNiro og Kelsey Grammer leika mun verra en þeir hafa verið að gera. Myndin er samt um tvo glæpamenn sem koma til Bandaríkjanna til að ná í peninga sem þeir áttu inni hjá manni. Þegar maðurinn er búinn að eyða peningunum þá þurfa þeir að drepa hvern sem kemst á slóðir þeirra. Tvær löggur snerta mál þeirra á sitt hvorn háttinn. Og komast fljótt á slóðir þeirra. 15 Minutes fær ekki nema tvær stjörnur og á alls ekki skilið meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem kemur á óvart í alla staði, allt sem skeður býst maður ekki við. Edward Burns sýnir góðan leik sem og rússinn og tékkinn. Góð mynd í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn