Jennifer Lopez og Will Smith

Ali sjálfur, Will Smith, og gyðjan rassmikla Jennifer Lopez, eiga í viðræðum um að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Last First Kiss. Er það rómantísk gamanmynd sem fjallar um blaðakonuna Lopez sem er að gera frétt um Stefnumótalækninn Smith, en hann heldur því fram að hann geti fundið fullkominn maka fyrir hvern sem er á innan við þremur stefnumótum. Svo er spurningin hvort þau verði ekki bara ástfangin sjálf. Það kæmi að minnsta kosti ekki á óvart. Ef af myndinni verður mun Sharon Maguire ( Bridget Jones’s Diary ) leikstýra myndinni.