Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eins og allar breskar turtildúfumyndir leikur Hugh Grant í þessari og öllum öðrum skilst mér,en Bridget Jones er skemmtileg mynd,lélegri en Love Actually en betri en Notting Hill. Briget Jones (Renée Zéellwegger hvernig það er skrifað) er kona sem reykir,drekkur og borðar allann mat upp úr krukkunni. Hún hefur oft lent í einhverju vandræðalega fyrir framan alla fjölskylduna og lögfræðingur (Colin Firth) og kona hans eru alltaf að reyna að spilla fyrir henni. En svo breytast málin þegar hún verður bæði með lögfræðingnum og leiðinlega yfirmanni hennar (Hugh Grant allar breskar gamanmyndir).
Nei, hún var ekki alveg eins góð og flestir vildu af láta. Ég sá hana í fyrsta sinn á spólu fyrir nokkru og varð fyrir dulitlum vonbrigðum. Mér fannst hún eiginlega meira dramatísk en fyndin, en án efa voru aðalleikararnir þrír frábærir, Reneé, Firth og Grant, enda ekki við öðru að búast af þeim. Hún átti þó margar góðar hliðar, þótt ég hefði gjarnan viljað meiri áherslu á dagbókina sjálfa. Mér fannst myndin heldur ekki vera mikið um val Bridget milli mannanna tveggja, eins og ég bjóst við. Í raun er bara um úttekt á togstreitu hinnar klaufalegu Bridget að ræða, en í heildina er myndin fín afþreying. Það er óhætt að mæla með henni fyrir aðdáendur rómantískra gamanmynda, sérstaklega þar sem mynd 2 er væntanleg.
Þessi mynd er bara snilld. Ég hló mig máttlausa. Mjög vel leikin og FYNDIN mynd. Hún er um hina einhleypu Bridget sem reykir of mikið, drekkur of mikið og á í stanslausri baráttu við aukakílóin. Hún ákveður því að skrifa dagbók til að reyna að koma reglu á líf sitt. Myndin nær yfir eitt ár af ævi hennar og það gengur ekki alltaf vel, að minnsta kosti ekki ef að maður er Bridget Jones.
Óðarfleg mynd full af skrítnum senum og er ekki komið nóg af Renée Zellwegger ég meina hve oft á hún að vera tilnefnd til óskarins. Þessi mynd er bara fyrir einmana kellingar sem lifa fyrir Hugh Grant! leiðinlegasti leikari sem ég veit um og Renée Zellwegger ofmetin leikkona. Saman er myndin grút ömurleg.
Bridget Jones´s diary er leikstýrð af Sharon Maguire og skartar Reneé Zellweger, Colin Firth og Hugh Grant. Ég verð að segja að ég skemmti mér alveg konnglega yfir myndini og kom hún mér verulega á óvart. Reneé leikur Bridget Jones sem er seinheppin og óhefluð kona á fertugsaldrinum. Hún er einhleyp, reykir eins og strompur, drekkur mikið og mistekst flest það sem hún tekur sér fyrir hendur. Eitthvað er hún orðin þreytt á þessu og ákveður að ná tökum á lífi sínu með því að skrifa dagbók. Hún kemst í kynni við Mark, son nágrannakonu móður sinnar sem leikinn er af Colin Firth og fer um leið að mynda tengsl við yfirmann sinn, Daniel (Hugh Grant). Þessi ágæta mynd sem byggð er á samnefndri skáldsögu Helenar Fieding er mjög góð. Persónurnar eru mjög skemmtilegar og mikil kímni í samtölum. Húmorinn er frábær, þannig að hún fær þrjár og hálfa stjörnu og á það skilið.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax Films
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$281.929.795
Vefsíða:
www.miramax.com/movie/bridget-jones-diary
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
13. júlí 2001
VOD:
6. júní 2014
VHS:
12. nóvember 2001
- Mark Darcy: I realize that when I met you at the turkey curry buffet, I was unforgivably rude, and wearing a reindeer jumper.
- Bridget Jones: Bridget Jones, wanton sex goddess, with a very bad man between her thighs....Dad?
- Bridget Jones: Wait a minute... nice boys don't kiss like that.
Mark Darcy: Oh, yes, they fucking do.