Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

About Time 2013

Frumsýnd: 28. september 2013

What if every moment in life came with a second chance?

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Tim Lake uppgötvar það þegar hann er 21 árs gamall að hann getur ferðast um tímann...kvöldið eftir enn eitt misheppnaða gamlárspartýið, þá er segir faðir Tim honum að mennirnir í fjölskyldu hans hafi alltaf haft þann eiginleika að geta ferðast um tímann. Tim getur ekki breytt heimssögunni, en hann getur breytt því hvað gerist og hefur gerst í hans eigin... Lesa meira

Tim Lake uppgötvar það þegar hann er 21 árs gamall að hann getur ferðast um tímann...kvöldið eftir enn eitt misheppnaða gamlárspartýið, þá er segir faðir Tim honum að mennirnir í fjölskyldu hans hafi alltaf haft þann eiginleika að geta ferðast um tímann. Tim getur ekki breytt heimssögunni, en hann getur breytt því hvað gerist og hefur gerst í hans eigin lífi, þannig að hann ákveður að bæta heiminn... með því að fá sér kærustu. Til allrar óhamingju, þá reynist það ekki vera eins auðvelt og hann hafði haldið. Á leiðinni frá Cornwall í lest til Lundúna, til að fara í lagaskóla, þá hittir Tim loksins hina fallegu en óöruggu Mary. Þau verða ástfangin, en óheppilegt tímaferðalagsatvik verður til þess að hann hefur í raun aldrei hitt hana. Þannig að þau hittast í fyrsta skipti aftur og aftur og að lokum, eftir allskonar tímaferðalög, þá nær hann að sigra hjarta hennar. Tim notar hæfileika sína til að búa til hið fullkomna rómantíska bónorð, til að bjara hjónabandinu frá hræðilegum svaramannsræðum, til að bjarga besta vini sínum frá slæmum atburði tengdum vinnunni hans og til að koma konu hans á spítalann tímanlega áður en dóttir þeirra fæðist, þrátt fyrir rosalega umferð fyrir utan Abbey Road. En sem þessu óvenjulega lífi hans vindur fram, þá finnur Tim að hinn óvenjulegi hæfileiki hans getur ekki bjargað honum frá sorgum og góðum og slæmum atvikum sem henda allar fjölskyldur, allsstaðar. Það eru miklar takmarkanir á því hvað tímaferðalög geta leitt af sér, og þau geta verið hættuleg líka. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn