Náðu í appið
Öllum leyfð

S1m0ne 2002

(Simone)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. nóvember 2002

A star is... created.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Ferill vonsvikins framleiðanda, sem þráir að slá í gegn, fer í uppnám þegar aðalstjarnan hans yfirgefur tökustaðinn. Hann þarf að hugsa hratt til að redda málum, og ákveður að skapa stafræna leikkonu, Simone, til að hlaupa í skarðið fyrir aðalleikkonuna - fyrsta trúverðuga gervi leikkonan. "Leikkonan" slær strax í gegn, og er einnig vinsæl söngkona,... Lesa meira

Ferill vonsvikins framleiðanda, sem þráir að slá í gegn, fer í uppnám þegar aðalstjarnan hans yfirgefur tökustaðinn. Hann þarf að hugsa hratt til að redda málum, og ákveður að skapa stafræna leikkonu, Simone, til að hlaupa í skarðið fyrir aðalleikkonuna - fyrsta trúverðuga gervi leikkonan. "Leikkonan" slær strax í gegn, og er einnig vinsæl söngkona, og allir halda að hún sé raunveruleg. En þegar frægð hennar vex, þá á framleiðandinn erfitt með að viðurkenna svikin fyrir sjálfum sér, né heldur fyrir heiminum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Ágætt en mátti gera betur
Ég hef lengi beðið eftir því að sjá Andrew Niccol stíga aftur í leikstjórasætið. Hann gerði seinast einhverja vanmetnustu sci-fi mynd sem ég hef á ævi minni séð, Gattaca, og er að sjálfsögðu þekktastur fyrir að hafa skrifað The Truman Show. En eins og allir eflaust muna þá var sú síðarnefnda alveg flugbeitt ádeila á sjónvarp og menninguna á bakvið hana. Nýjasta mynd Niccols, Simone, er bæði ádeila með smá dass af vísindaskáldskap. Það er hundleiðinlegt að þurfa að segja að myndin stóðst ekki þær væntingar sem ég gerði til fagmannsins á bakvið hana, en það þýðir auðvitað ekki samstundis að hún sé eitthvað slæm. Hún er nefnilega skítsæmileg. Myndin hefur virkilega ferska og skemmtilega hugmynd en það sem veldur vonbrigðum er hvernig hún nýtur sér hana.

Sem satíra á fjölmiðla, kvikmyndaiðnaðinn og útlitsdýrkun nær myndin góðu flugi fyrsta klukkutímann eða svo. Al Pacino heldur einnig uppi góðu fjöri og hefur líklegast ekki verið svona hress í mörg, mörg ár. Aðrir leikarar eru afar fínir og það er vert að benda á alveg virkilega flotta kvikmyndatöku fyrst maður er kominn út í það að hrósa öllu. Niccol notaði einmitt mjög sérstaka litapallettu í Gattaca og maður sér það strax að hann hefur gert svipað hér, sem kemur rosalega vel út. Það sem Niccol hefði mátt gera betur aftur á móti er tónn myndarinnar. Handritið virðist vera í léttari kantinum en samt finnst manni myndin alltaf vera svo gríðarlega alvarleg. Meira að segja tónlistin er þunglyndari en mestallt sem ég hef heyrt bara í dramamyndum á þessu ári. Og það batnar ekki mikið að seinasti hálftími myndarinnar dettur út í enn meiri alvarleika, og þar datt ég nánast út úr allri sögunni og fannst hún fara út í alltof mikla steypu.

Það sem hefur einkennt fyrri handrit Niccols eru gáfur, og það kemur furðumikið á óvart hvað Simone er á mörgum stöðum heiladauð, og þá sérstaklega í tæknideildinni. Einhver sem hefur lágmarksvit á tölvum sér að allt sem er gert hérna er gjörsamlega út úr kú, og úrlausnin við lokavandamálinu svokallaða var hreint út sagt hlægileg. Hvort þetta hafi verið partur af einhverju gríni hjá Niccol veit ég ekki alveg um. Mér hefði þótt það frábært ef svo væri, en eins og ég sagði þá er tónninn í svo miklu rugli að húmorinn hálfpartinn týnist.

Niccol er kannski fullalvarlegur leikstjóri til að meðhöndla svona léttara efni. Ég vona samt að Gattaca sé ekki það eina sem hann getur stýrt vel, því ég hef mikla trú á manninum ásamt hugmyndum hans og rithæfileikum. Simone nær rétt svo (bara RÉTT SVO) að skríða yfir miðjumoðseinkunn, þökk sé Pacino. Það er nefnilega eitthvað svo gaman við það að horfa á slíkan gæðaleikara vera að taka þátt í svona farsa þar sem hann hleypur á milli staða og kemur sér sífellt í dýpri gryfju.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Simone er stórfín afþreygingarmynd og kom undirrituðum skemmtilega á óvart. Al Pacino sýnir hér snilldartakta og það er aldrei dauður punktur í myndinni. Tónlistin er líka mjög góð og passar vel við stíl myndarinnar. Sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar óvenjuleg mynd hér á ferðinni. Al Pacino leikur hér leikstjóra, hann þekkir mann sem er búinn að hanna forrit til að búa til persónur í kvikmyndum. Hann notfærir sér það án þessa að segja neinum frá en áður en hann veit af er tölvupersónan orðin ein vinsælasta sjónvarpstjarna í heiminum.

Myndin var kannski heldur löng, hefði ekki mátt vera lengri því mér var farið að leiðast í endanum. Brandararnir virka ágætlega en þeir eru bara of fáir. Al Pacino stendur sig vel í sínu hlutverki og ekki hægt að kvarta undan honum frekar en vejulega. Myndin gat orðið frekar ótrúleg á köflum. Annars skemmti mér ágætlega yfir henni nema ég var ekki mjög ánægður með endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst Simone alveg stórgóð mynd með mikla ádeilu á vestrænt þjóðfélag hvað varðar blinda útlitsdýrkun og einnig ádeilu á hið týbíska form Hollywood mynda. Ádeilan er bara ekki sett fram á mjög beittan hátt og því er svolítið erfitt að skynja hana. Það sem gerir þessa mynd ólíka öðrum ádeilumyndum er sú staðreynd að myndin er gerð nákvæmlega eftir þeirri uppskrift sem hún er þó að deila á. Smáatriði eins og eldgamli floppydiskurinn er bara upp á grínið held ég. Eins þau atriði þar sem Viktor(Al Pacino) er að fara að halda tónleikana eða eitthvað annað show með Simone þá er hann alltaf að klára undirbúninginn á síðustu stundu og það er meðvitað skot á það hvernig týbískt atriði til að skapa smá spennu í andrúmsloftinu er notað í mörgum formúlu kvikmyndum. Myndin hefur verið ódýr í framleiðslu enda varla hugsuð til að valda miklum vinsældum, frekar kannski til að ýta aðeins við fólki. Það besta við hana er að tvær manneskjur sem fara á þessa mynd geta í raun fengið gjörólíka upplifun þar sem önnur sér lélega, ódýra mynd gerða nákvæmlega eftir uppskriftinni og vekur ekki upp neinar tilfinningar en hin sér mikla ádeilu og mjög mikinn húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Simone fjallar um kvikmyndaleikstjórann Viktor (Al Pacino), mann sem hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu en þegar við sögu kemur er ferill hans nálægt því að renna út í sandinn. Honum finnst stjörnurnar vera of kröfuharðar og að bransinn snúist of mikið um þær. Þess vegna kann hann að meta það tækifæri sem hann fær þegar ný tækni kemst óvænt í hendur hans sem gerir kleyft að skapa tölvugerða leikara sem ekki er hægt að greina frá raunverulegum. Úr þessu tækifæri skapar hann leikkonuna Simone og beitir hinum ýmsu brögðum til að hylja þá staðreynd að hún er ekki raunveruleg manneskja. Hlutirnir flækjast enn frekar þegar vinsældir hennar verða með ólíkindum. Tæknileg nákvæmni verður aldrei talin sem sterkari hlið þessarar myndar, hún gæti verið verri en það sem við sjáum af því hvernig Simone er vakin til lífsins er ekki hægt að kalla annað en stórkostlega einföldun. Að hluta til ber reyndar að fyrirgefa þennan galla þar sem myndin yrði ekki skemmtileg afþreying fyrir aðra en tölvuáhugamenn ef dýpra hefði verið kafað. Andrew Niccol sem leikstýrir og skrifaði handritið er helst þekktur fyrir að hafa skrifað handrit af Truman Show og Gattaca (sem hann leikstýrði líka), en báðar eru óneitanlega ádeilumyndir hvor á sinn hátt. Simone lítur út fyrir að vera ádeilumynd en það er erfiðara að skilja nákvæmlega hvað er verið að deila á. Það er alls ekki þar með sagt að þetta sé slæm mynd, atburðarásin á sér mörg skemmtileg augnablik og Pacino er skemmtilegur og líflegri en hann hefur verið nýverið. Ágæt mynd fyrir þá sem hafa áhuga á viðfangsefninu, stjörnugjöf mín sýnir að ég er í þeim hóp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.05.2015

Good Kill frumsýnd á föstudaginn

Frá leikstjóra Lord of War og framleiðendum The Hurt Locker kemur nýjasta mynd Ethan Hawke og January Jones, Good Kill. Með önnur hlutverk fara Bruce Greenwood, Zoë Kravitz, Jake Abel og Peter Coyote. Andrew Niccol leikstýrir....

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn