Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Morning Glory 2010

"What's the story?"

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Becky Fuller er fjölmiðlakona sem er nýbúin að missa starfið. Eftir mikla leit fær hún starf sem framleiðandi morgunþáttarins DayBreak, en sá þáttur á í miklum erfiðleikum, enda að verða undir í samkeppninni við hinn vinsæla Today Show. Hún er ekki lengi að reka stjórnanda þáttarins, hinn sjálfumglaða Paul McVee (Burrell), en þá tekur við leit að... Lesa meira

Becky Fuller er fjölmiðlakona sem er nýbúin að missa starfið. Eftir mikla leit fær hún starf sem framleiðandi morgunþáttarins DayBreak, en sá þáttur á í miklum erfiðleikum, enda að verða undir í samkeppninni við hinn vinsæla Today Show. Hún er ekki lengi að reka stjórnanda þáttarins, hinn sjálfumglaða Paul McVee (Burrell), en þá tekur við leit að nýjum meðstjórnanda við hlið Colleen Peck (Keaton). Endar sú leit á því að hún þvingar frægan fréttamann á stöðinni í starfið, hinn gamalreynda Mike Pomeroy (Ford), sem tekur eingöngu við starfinu vegna klásúlu í samningi sínum. Mike og Colleen eiga ekki skap saman og á sama tíma og Becky byrjar í sambandi með Adam (Wilson) stendur þátturinn verr en nokkru sinni áður, þar sem stjórnendurnir hnakkrífast á hverjum degi, jafnvel í miðri útsendingu, og áhorfið er í algeru lágmarki. Því verður Becky að vera afar hugmyndarík til að bjarga þættinum frá því að vera sleginn af.... minna

Aðalleikarar

Hefði getað orðið svo miklu betri
Morning Glory lofaði ágætri skemmtun, stjörnuleikarar, einfaldur en þægilegur söguþráður og hrein afþreying.
Ég bjóst ekki við neinu þegar ég kveikti á skjánum en samt er ég eitthvað ósátt við þessa mynd.

Myndin segir frá fjölmiðlakonu Becky (Rachel McAdams) sem missir vinnuna og fær í staðinn að taka við þætti sem er að sökkva. Hún reynir að breyta þættinum og fær m.a. til lið við sig nýjan fréttamann Mike (Harrison Ford) sem að telur sig of góðan fyrir þáttinn. Hún fer í gegnum súrt og sætt til að bjarga þessum þætti og kynnist ást og vináttu í leiðinni.

Já ég veit þetta er hræðilega klisjukenndur söguþráður, en eftir að hafa séð skemmtilegar myndir eins og The Devil Wears Prada um svipað efni hafði ég áhuga á að sjá þessa.

Myndin er gerð sem afþreying, hún er fyrirsjáanleg, það er ekkert sem er ekki stafað út fyrir mann og brandararnir tala margir niður til áhorfandans. Það er mikið af atriðum þar sem kemur tónlist til að láta tímann líða, þannig atriði virka oft vel í svona stuttum gamanmyndum, en hérna fannst mér bara leikstjórinn ekki nenna að sýna manni alvöru sögu. Það voru meira að segja svona atriði sem voru algjörlega óþörf.

Myndin fjallar um konu sem er að bjarga sjónvarpsþætti sem er eins og sökkvandi skip og kaldhæðnin er að Rachel McAdams er að bjarga þessar mynd sem er líkt og sökkvandi skip. Mér hefur alltaf líkað vel við þessa stelpu hún sýndi frábæra leikhæfileika í myndum eins og The Notebook og Mean Girls og hef ég alltaf gaman af að horfa á hana á skjánum, en hún gat ekki einu sinni bjargað illa skrifuðum karakter sínum. Það böggar mig líka að ef að kona er áhugasöm um starf sitt í Hollywood myndum þarf hún að vera stressuð með fullkomnaáráttu og ekki eiga sér líf eins og Katherine Heigl hefur oft sýnt, en ef maðurl vill komast áfram er hann "big shot".
Aðrir leikarar stóðu sig ágætlega, Diane Keaton sem mér hefur fundist þreytandi og eins í nánast öllum bíómyndm sínum var fín hér og Harrison Ford eins og aðrir gagnrýnendur hafa sagt sýndi góða takta.

Þessi mynd auglýsir sig ekki sem meistaraverk, það má sjá metnað hjá leikurunum en metnaðarleysi í svo mörgu öðru í myndinni dregur hana því miður mjög mikið niður. Þessi mynd er í besta falli sunnudagsspóla með mömmu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Notaleg mynd sem þú gleymir fljótt
Það er eitthvað svo sorglegt við það að svona ómerkileg vídeómynd eins og Morning Glory skuli vera hugsanlega besta myndin með Harrison Ford í tæpan áratug. Hann er næstum því búinn að vera verr staddur heldur en De Niro að því leyti að hann er búinn að vera fastur í endalausri meðalmennsku og oft einhverju mun verra. Ég held að seinasta fína myndin með honum hafi verið K-19 en sú mynd var allt annað en eftirminnileg. Þar á undan held ég að sigurvegarinn hafi verið Air Force One, og sú mynd var guilty-pleasure í besta falli. Þegar maður hugsar um allt ómerkilega draslið sem kom þarna á milli (Random Hearts, Hollywood Homicide, Firewall, Indy 4, Extraordinary Measures o.fl. o.fl.) þá getur maður ekki annað en fundið fyrir smá sársauka í sálinni. Í æsku minni var þetta einhver besti og svalasti leikari í heimi. Síðan hvenær breyttist hann í þennan óspennandi fýlupúka með muldrar alltaf eins og einhver róni?

Kaldhæðnislega er það einmitt þessi fýlupúki sem bjargar þessari mynd fyrir horn. Ekki það að hún sé eitthvað léleg beint, langt í frá, heldur er hún bara svo horbjóðslega ómerkileg að ég næ varla að jafna mig á því. Hún er dúnmjúk, fyrirsjáanleg og kemur með flýtta og aðeins of hentuga úrlausn í lokin en hún græðir samt aukastig á góðu leikaravali (guð blessi þig, Jeff Goldblum) og fínasta húmor. Ford gamli tekst undarlega vel að kæta mann með því að vera neikvæður og sjálfselskur. Þetta er svipað og hann reyndi að gera í Hollywood Homicide (trúi ekki einu sinni að ég muni eftir þeirri mynd) bara miklu fyndnara. Hann er að vísu ekki alfarið í forgrunninum hérna heldur er það hin ávallt líflega Rachel McAdams sem fær þá áskorun að halda sögunni á floti. Orkan í henni er allt annað en fráhrindandi, sem er heppilegt því hún hefði svo auðveldlega getað farið hina leiðina með þessari frammistöðu og verið meira pirrandi heldur en Katherine Heigl á vondum degi. Hún er klaufsk, uppáþrengjandi og talar mikið en það er eitthvað við metnaðinn í henni og óvænta sjarmann sem fékk mig til að halda svolítið með henni.

Aðrir leikarar gera ógurlega lítið en hressa nærvera þeirra bætir heilmikið upp. Diane Keaton, Jeff Goldblum og John Pankow eru frekar skemmtileg og Patrick Wilson er viðkunnanlegur að venju þrátt fyrir að hlutverk hans hafi verið augljós uppfylling. Það er eins og myndin hafi ekki verið alveg viss um það í fyrstu hvort hún vildi breytast í rómantíska gamanmynd eða skrautlegan farsa um fjölmiðlaheiminn. Á endanum ákvað hún að halda sig við það síðarnefnda. Ég vil líka minnast á það að Modern Family-aðdáandinn í mér hefði óskað þess að Ed O´Neill fengi meiri skjátíma. Hann er frábær á þeim litla tíma sem hann hefur.

Með J.J. Abrams sem meðframleiðanda hefði alveg verið hægt að gera eitthvað betra úr þessu. En orðum þetta bara svona: Morning Glory er alls engin Network og Anchorman er hún svo augljóslega ekki heldur. Hún sækist eftir einhvers konar milliveg þarna og gjörsamlega stappar inn auka rómantískum söguþræði til að höfða til fleiri kvenna. Hún feilar ekki á þessum markmiðum sínum en málið er bara að hún þyrfti að vera beittari og almennt ferskari til að mér stæði ekki eins mikið á sama um hana.

Fínt samt að sjá Ford rísa hægt og rólega aftur upp. Vona að maðurinn sanni sig í Cowboys & Aliens næst.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.03.2018

Óskarsverðlaunin: Hverjir hafa unnið oftast?

Í nótt að íslenskum tíma verða Óskarsverðlaunin afhent í nítugasta skipti. Í tilefni af því er gaman að rifja upp hvaða leikarar hafa oftast hlotið þessi virtu verðlaun. 1. Walt Disney: 59 tilnefningar (Vann 26 ) Fjögur af verðlaunum D...

24.11.2014

Rachel McAdams í True Detective 2

Leikkonurnar Rachel McAdams (Midnight in Paris, The Notebook) og Kelly Reilly (Black Box, Flight) hafa verið staðfestar í ein af aðalhlutverkunum í nýrri seríu af spennuþáttunum True Detective og munu þær leika á móti Vince Vaughn og Colin Farr...

02.04.2013

Skrítið hlutverk Harrison Ford í Anchorman 2

Harrison Ford segir hlutverk sitt í Anchorman 2: The Legend Continues vera stórskrítið Ford leikur gamalreyndan fréttamann í svokölluðu "cameo"- hlutverki í gamanmyndinni. Í aðalhlutverkum verða Will Ferrell, Christin...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn