Hér sjáið þið fyrsta skotið af John Cusack í hlutverki Edgar Allan Poe í spennumyndinni The Raven, en hægri myndin er Poe sjálfur. The Raven, sem skartar einnig þeim Alice Eve og Luke Evans, er háspennumynd með sagnfræðilegu ívafi, en í henni þarf ritskáldið víðfræga Edgar Allan Poe að vinna með lögreglunni til að stöðva sérstaklega hrottalegan raðmorðingja. Telur lögreglan ástæðu til að fá Poe til liðs við sig vegna þess að morðinginn virðist ‘herma’ eftir verkum skáldsins.
Edgar Allan Poe er heimsfrægur rithöfundur sem sérhæfði sig í heldur drungalegum kvæðum. Eitt af hans frægustu verkum er einmitt The Raven, sem margir eflaust þekkja. Leikstjóri The Raven er James McTeigue sem leikstýrði meðal annars V for Vendetta.
– Bjarki Dagur