Í gær sagði Terrence Howard að tökur á Iron Man 2 myndu hefjast mars á næsta ári og myndin sjálf myndi koma út í apríl 2010 – þetta er hins vegar ekki staðfest útgáfudagsetning en hefur þó verið mikið í umræðunni. Í dag kom Jon Favreau fram á yfirborðið til þess eins að segja að þessi tímasetning væri óraunhæf og gaf hann mjög góða ástæðu fyrir því hvers vegna.
„Það eru liðnar 5 vikur síðan ég heyrði síðast frá Marvel. Ég veit að þeir eru mjög uppteknir einmitt núna að sjá um The Incredible Hulk en þeir hafa sagt mér að þeir séu æstir í að byrja að tala um Iron Man 2. Ég hins vegar skil ekki þessa útgáfudagsetningu í apríl 2010. Það hefur enginn talað við mig um þessa dagsetningu og mér finnst það fáránlegt að koma með útgáfudagsetningu þegar við höfum ekkert handrit, enga sögu eða handritshöfunda ráðna enn sem komið er. Svona mynd er best gerð útúrpæld og vel undirbúin. Það væri í raun betra ef myndin myndi fylgja því ferli að hafa eina mynd á 3 ára fresti eins og Batman og X-Men.
Ég veit að Marvel vilja örugglega koma þessari mynd í gang árið 2009 því það ár er minna í gangi hjá þeim en oft áður en við verðum að taka tillit til myndarinnar sjálfrar svo að aðdáendurnir fái gæðamynd og verði ekki fyrir vonbrigðum“
Þetta sagði Favreau á spjallborði á MySpace, þú getur séð það með því að klikka hér!

