Hercules leikarinn Dwayne Johnson hefur náð góðum árangri við að endurlífga kvikmyndaseríur, en þar má nefna Journey seríuna og Fast and the Furious seríuna. Það kemur því ekki á óvart að menn sjái möguleika í að fá leikarann í nýjar seríur, en New Line kvikmyndafyrirtækið vill nú gera stórslysamyndina San Andreas með Johnson í aðalhlutverkinu.
Excited to make the first ever epic 3D disaster movie! A privilege to play the role. #FirstResponder #SanAndreas http://t.co/3n4G7tZHOB
— Dwayne Johnson (@TheRock) October 15, 2013
Leikstjóri verður Brad Peyton og handritshöfundar The Conjuring, þeir Carey Hayes og Chad Hayes skrifa handrit.
Myndin fjallar um það þegar gríðarlega öflugur jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og söguhetjan þarf að leggja á sig erfitt ferðalag yfir ríkið þvert og endilangt til að bjarga brottfluttri dóttur sinni.
Þetta verkefni hefur verið í þróun síðan árið 2011
Johnson er nú við tökur á Hercules, eins og leikarinn er duglegur að láta vita af á Twitter síðu sinni, sem leikstýrt er af Brett Ratner.
Einnig eru tökur hafnar á Fast & Furious 7 í Atlanta í Bandaríkjunum.
Áætlað er að hefja tökur á San Andreas á fyrsta fjórðungi næsta árs.
New Line og Johnson unnu síðast saman að Journey 2: The Mysterious Island, og nú er þriðja myndin í þeirri seríu í undirbúningi þar sem Johnson mætir aftur til leiks í aðalhlutverkinu. Skemmst er að minnast þess að íslenska leikkonan Anita Briem lék í fyrstu myndinni ásamt Brendan Fraser.
Johnson hefur varla stigið feilspor í miðasölunni upp á síðkastið. Myndir hans Snitch, G.I. Joe: Retaliation, Pain & Gain og Furious 6 fengu allar fína aðsókn.
Johnson lætur sér reyndar ekki kvikmyndirnar nægja því hann er einnig að gera raunveruleikaþættina The Hero fyrir TNT sjónvarpsstöðina.
Tilkynning: föstudagsumfjöllun Hilmars Snorra Rögnvaldssonar verður ekki á sínum stað í nokkrar vikur, hann kemur þó til baka áður en mikið líður.