Kosningin til Kvikmyndaverðlauna Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is er í fullum gangi og erum við afar ánægð með þátttökuna, sem er þegar orðin metþátttaka í nokkurri könnun eða kosningu hér á vefnum.
Við viljum þó gera enn betur og til að hvetja alla sem eiga eftir að kjósa bjóðum við upp á nokkur glæsileg verðlaun fyrir heppna þátttakendur.
10 heppnir þátttakendur munu verða dregnir út að kosningu lokinni og vinna einhver af eftirfarandi verðlaunum:
-Gladiator á Blu-ray
-Despicable Me á DVD
-The Expendables á DVD (2 vinna)
-Little Fockers bol (2 vinna)
-Bíómiði fyrir tvo í Laugarásbíó (3 vinna)
-Svo mun einn afar heppinn þátttakandi fá allt ofangreint!
Þannig að ef ykkur langar í frítt stöff, kjósiði þá! (Og að sjálfsögðu þarf að skrifa fullt nafn og tölvupóstfang til að hægt sé að hafa samband)
-Erlingur Grétar

