Það er tákn um vinsældir kvikmynda þegar klámmyndaframleiðendur ræna þekktum titlum og stílfæra þá örlítið fyrir sinn groddalega geira. Margir hverjir kannast ábyggilega við titla eins og Good Will Hunting sem varð að Good Will Humping, Saturday Night Fever sem varð að Saturday Night Beaver, The Terminator sem varð að The Sperminator eða Ocean’s Eleven sem varð að Ocean’s Eleven Inches.
En hverjir yrðu titlar íslensku klámmyndanna?
Að neðan má finna samantekt af ýmsum titlum frá álitsgjöfum víða. Vill líka svo skemmtilega til að sumir titlar þarna svínvirka í klúru samhengi, án þess að nokkru sé breytt.
Kíkjum á ýmis klámfengin kvikmyndaheiti og má hver um sig ákveða hver þeirra hlýtur aðalverðlaun Greddunnar 2020.