Költhátíð í Paradís – Svartur september!

Költkvikmyndahópurinn Svartir sunnudagar og Bíó Paradís kynna fyrstu költmyndahátíðina sem haldin hefur verið á Íslandi: Svartan September. Átta ódauðlegar költmyndir verða sýndar á hvíta tjaldinu í Bíó Paradís, í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum dagana 11. – 18. september.

svartur

Í tilkynningu frá Bíó paradís segir að költmyndahópurinn Svartir sunnudagar hafi starfað í bíóinu síðan árið 2012 og eigi nú fjóra farsæla vetur að baki þar sem boðið hefur verið uppá krásir fyrir kvikmyndaunnendur hvern sunnudag. „Viðeigandi þykir því að hefja fimmta vetur Svartra sunnudaga með költmyndaveislu í Bíó Paradís – þeirrar fyrstu sinnar tegundar á Íslandi,“ segir í frétt bíósins.

Költmyndahópinn skipa Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón.

Myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni eiga allar það sameiginlegt að hafa vakið hneykslan, hræðslu, skemmtun og hrifningu kvikmyndagesta hvar sem þær hafa verið sýndar og eru þess eðlis að þeirra verður að njóta í bíósal.

Myndirnar eru eftirfarandi – smelltu á nafn myndar til að skoða stiklu og lesa meira:

11 sept: SALÓ: – Pier Paolo Pasolini

12 sept: THE BRIDE OF FRANKENSTEIN – James Whale

13 sept: THE GOOD, THE BAD AND THE UGLY – Sergio Leone

14 sept: WHAT EVER HAPPENED TO BABY JANE – Robert Aldrich

15 sept: CREATURE FROM THE BLACK LAGOON – Jack Arnold

16 sept: PINK FLAMINGOS – John Waters

17 sept: VAMPIROS LESBOS – Jesús Franco

18 sept: THE SHINING – Stanley Kubrick