Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

World Trade Center 2006

(September)

Justwatch

Frumsýnd: 6. október 2006

The World Saw Evil That Day. Two Men Saw Something Else.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Eftir árásina á Tvíburaturnana í New York, þá lifir enn von í hjörtum manna. Björgunarmenn og fjölskyldur fórnarlamba neita að gefast upp fyrir hinum illu öflum, og halda áfram lífinu. Björgunarstarfið og uppbyggingin er keyrð áfram af trúnni á því að undir hverjum steini eða braki sé mögulega vinur eða fjölskyldumeðlimur. Í myndinni er sögð sönn... Lesa meira

Eftir árásina á Tvíburaturnana í New York, þá lifir enn von í hjörtum manna. Björgunarmenn og fjölskyldur fórnarlamba neita að gefast upp fyrir hinum illu öflum, og halda áfram lífinu. Björgunarstarfið og uppbyggingin er keyrð áfram af trúnni á því að undir hverjum steini eða braki sé mögulega vinur eða fjölskyldumeðlimur. Í myndinni er sögð sönn saga John McLoughlin og William J. Jimeno, tveggja af síðustu fórnarlömbunum sem bjargað var úr rústunum, og björgunarmannanna sem aldrei gáfust upp. Þetta er saga sannra hetja á örlagatímum í sögu Bandaríkjanna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Ekkert skárri en Alexander
Það var áður tími þar sem að ég dýrkaði og dáði Oliver Stone. Ef að einhver kynni að forðast hið hefðbundna og krydda verkum sínum smá persónulegt innsæi, þá var það hann. Þessi maður færði okkur meistaraverk á borð við JFK og Platoon, svo aðeins nokkrar séu nefndar. Einhvern tímann eftir að Any Given Sunday kom út, þá fór álit mitt á þessum manni lækkandi, sem á þeim tíma þurfti mikið til. Ekki skánaði það nú mikið þegar Alexander leit dagsins ljós, enda voru alveg hroðaleg mistök þar á ferð.

Þegar ég frétti af því að Stone ætli að taka að sér mynd um World Trade Center, þá fylltist ég bjartsýni og kvíða samtímis, og síðarnefnda tilfinningin smám saman jókst þegar að ég skynjaði að þetta væri algjör væla. Niðurstaðan reyndist jafnvel vera töluvert lakari en ég þorði að búast við.

Ég get svosem alveg sætt mig við bandaríkjadýrkun, en það er ekki galli þessarar myndar. Vandinn við þessa mynd er einfaldlega sá að myndin er ein bullandi klisja frá A-Ö. Jafnvel með tillit til þess að þetta sé byggt á sannri lífsreynslu, þá efast ég ekki um að niðurstaðan hefði vel getað orðið sterkari.

Öll samtöl, öll persónutengsl og jafnvel uppbyggingin er svo týpísk og óspennandi að ég missti samband við skjáinn áður en að myndin var hálfnuð. Fyrsti hálftíminn var frekar góður reyndar, enda fókusaði hann á meginkjarna þess sem gerðist. Eftir það fylgjumst við með Nicolas Cage og Michael Pena liggjandi fasta undir hrúgu af grjóti í rúman klukkutíma meðan að þeir rifja upp ævi sína ásamt öðru (mig rámar nokkuð í myndina Ladder 49). Jú jú, þeir stóðu sig mjög vel báðir tveir, en handritið leyfði þeim ekki að anda eins og þeir áttu betur skilið.

Stone kallinn veldur ekki aðeins vonbrigðum því hann er eins jarðbundinn og bókin segir til, heldur nær hann ekki einu sinni að framkalla átakanlegt drama úr öllu þessu. Með því að gera myndina í svona áköfum Hollywood-stíl er hann eiginlega að útiloka kraftinn og áhrifin sem að fylgdu þessum degi. United 93 gerði hið öfuga. Hún setti fram 11. september á mjög raunsæjan og alvarlegan máta. Manni leið stundum ekki einu sinni eins og að maður væri að horfa á leikna bíómynd. Nálgun leikstjórans gagnvart þessari mynd þótti mér vera mjög ábótavant.

WTC er kannski vel gerð en svakalega langdregin og innantóm klisjusúpa, og það sem verra er, hún er skelfilega fljótgleymd.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki gert upp við mig hvort ég sé sátt við þessa mynd. Ég er eiginlega frekar ósátt. Mér finnst óviðeigandi að gera svona Hollywood-hallærismynd um þennan hræðilega atburð. Það komu atriði þar sem ég var við það að fara að fara að tárast, en þá komu alltaf svona ömurlega hallærislegir frasar eða eitthvað álíka og skemmdu stemminguna alveg. Ég ranghvolfdi augunum og sagði ,,ohhh! ertu að grínast?? svona 20 sinnum á myndinni og eina ástæðan fyrir því að ég fór í smá geðshræringu er sú að þetta er sannsögulegt og maður man eftir því hvað það var hræðilegt þegar þetta gerðist. Samtölin í myndinni voru rosalega óraunveruleg og oft bara fáránleg! Ohhh... þetta var bara ógeðslega hallærislegt oft! Ég þoli ekki hvernig Ameríkönum tekst alltaf að gera myndirnar sínar svona hallærislega væmnar! Ég var líka orðin reið undir lokinn því að Bush var gerður að rosa hetju og það var gefið í skyn að hið eina rétta í stöðunni væri að hefna sín á Írökum, ...bara eins og það væri rosalega sjálfsagður hlutur að fara í stríð við þá. Myndin var ekkert smá hlutdræg og gaf rosalega hetjumynd af Bandaríkjunum. Að sama skapi var algjörlega gefið í skyn að múslimar væru hálfvitar og klikkaðir að öllu leiti. -Þjóðernisdýrkunin var engin smá!

Það sem fór líka í taugarnar á mér var að það var dálítið eins og þessir tveir lögereglumenn sem myndin fjallaði um hefðu verið allra mestu hetjurnar þennan dag. Hvað með alla hina?



Miðað við United 93 er þessi mynd bara prump! United 93 var ROSALEGA góð að mínu mati og náði mér 150%! Hún var svo ótrúlega raunveruleg og samtölin voru svo eðlileg. Mér leið stundum bara eins og ég væri þarna í flugvélinni líka. Þetta er það sem náðist ekki í World Trade Center, þar vantaði algjörlega að samtölin, frasarnir og viðbrögð fólks við hinu og þessu væru raunveruleg og sannfærandi. Þá hættir maður að lifa sig inn í myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

World Trade Center er önnur myndin þetta árið sem ég sé sem fjallar um árásirnar þann 11. september 2001, sú fyrri verandi hin magnþrungna United 93 og þrátt fyrir sína kosti þá fellur World Trade Center í skugga United 93. United 93 var grípandi og sleppti manni aldrei frá skjánum, hún hélt manni stífan við sætið að bíða eftir að sjá meira, World Trade Center hefur þetta ekki. Þeir Nicholas Cage og Michael Pena leika þá John McLoughlin og William Jimeno sem festust undir rústunum á tvíburaturnunum og voru meðal þeirra seinustu sem var bjargað, megnið af skjátíma þeirra gerist í þeim aðstæðum og gegnum það er fortíð þeirra kynnt í sambandi við fjölskyldur og eiginkonur þeirra. Það er janmikil klisja og það hljómar, en þar sem þetta er sönn saga frá sjónarhorni alvöru mannana þá verður að gefa myndinni plús fyrir það. Hinsvegar þá vantar allt aðdráttaraflið til þess að viðhalda væmninni, sem hún tapaði sér oft í, helmingurinn af myndinni fjallar um harmleika fjölskyldna og konur þeirra en myndin á sér hræðilega bágt með að heilla áhorfendann með persónunum og aðstæðunum sem þau lenda í. Þessi harmleikur sem átti sér stað 11. september var ekki til staðar, ég fann ekki fyrir honum. Nicholas Cage og Michael Pena léku þó mjög vel í hlutverkjum sínum, sama með alla leikarana, allir voru sannfærandi. World Trade Center er eins ólík Oliver Stone myndum og hægt er að vera, ég hefði aldrei getað trúað því að Stone væri leikstjórinn hefði ég ekki vitað það. Hvort það sé góður hlutur ekki, en ég fíla eldra Oliver Stone myndirnar og ég er byrjaður að sakna þeirra. Með allri virðingu fyrir fólkinu sem dó í árásunum eða lifðu af, þá var World Trade Center ekki að ná til mín eins og hún hefði getað, hún er ágætis kvikmynd en lítið meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.01.2023

Bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu - Frá verstu til bestu

Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skrifar: Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki...

17.01.2023

Bestu og verstu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu

Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta magnaðrar bíómyndar í bíósal eins og oft er til ætlast. Það snýst vissulega ekki aðeins upplifunin um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins. En...

13.10.2015

Nýtt í bíó - The Walk

Hin ævisögulega kvikmynd The Walk verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Jafnframt verður myndin forsýnd í Háskólabíói á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Myndin segir ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn