Náðu í appið

Alexander: Director's Cut 2005

160 MÍN

Oliver Stone hefur skorið myndina niður um rúman hálftíma, en í kjölfarið bætt inn í 12 auka mínútur sem aldrei hafa áður sést.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Það er orðin týska í kvikmyndaheiminum fyrir leikstjóra að skapa sínar eigin útgáfur af myndunum sínum, yfirleitt er það gott, stundum lítill munur, sjaldan er það slæmt. Sumir leikstjórar lenda einfaldlega í slæmum erjum við stúdíóið og framleiðendurnar, aðrir gera einfaldlega mistök (t.d Kingdom of Heaven). Hvaða ástæða sem það er þá eru leikstjóraútgáfurnar yfirleitt alltaf betri að einhverju leiti og Alexander director's cut er það einnig að mínu mati. Miðað við hvað Oliver Stone segir frá á DVD disknum þá er leikstjóraútgáfan í raun sú sem kom í bíó og þessi útgáfa sé í raun eins og myndin átti að vera upprunalega. Mér fannst bíóútgáfan fín, alltof löng þó og hún átti erfitt með að komast að niðurstöðu, þessi útgáfa hefur sömu vandamál en undirstrikar hinsvegar söguþráðinn mun þéttar. Í stað þess að vera lengri þá er hún styttri aðeins Stone hefur tekið út mikið efni og sett annað í staðinn. Munurinn hinsvegar er nánast aðeins í uppbyggingunni, sagan gerist í víxlaðri tímaröð, á meðan Alexander er að taka yfir Asíu þá eru atriði inn á milli gagnvart fortíð hans. Kosturinn bakvið þessa breytingu er að myndin heldur athyglinni mun lengur en bíóútgáfan sem átti það til að festa sig í óendanlegum samtölum sem voru öll frekar ofleikin og tilgerðarleg. Þó svo að það gerist í þessari útgáfu þá eru áhrifin mun vægari hérna. Aðalvandinn sem Alexander hefur er aðalleikarinn, Colin Farrell er góður leikari en alls ekki réttur fyrir Alexander, engin útgáfa getur bjargað því. Mest aðlandi partur leiksins og myndarinnar er Val Kilmer, sá leikari hefur það í sér að geta bjargað heilum kvikmyndum eða allavega verið besti kosturinn bakvið þær. Hann sýnir frábæran leik sem Filippus pabbi hans Alexander og undir lokin þá stendur hann uppúr sem minnugasti karakterinn. Fyrir Oliver Stone þá er Alexander Mikli mesta hetja allra tíma, svo ég skil vel af hverju hann vildi gera mynd um hann, enda hafði hann verið að undirbúa þessa mynd í fimmtán ár áður en hann kláraði hana. En eitthvað fór úrskeiðis, líklegast handritið sem er frekar þurrt í heild sinni, mögulega var það aðalleikarinn sem var ekki nógu sannfærandi. Þrátt fyrir að myndin skapar gífurlegan umheim kringum sig og er rosalega falleg þá er nánast engin spenna kringum persónurnar og lítill hvati sem heldur athyglinni. Þetta eru vandamál sem báðar útgáfurnar hafa, aðeins þessi nýja útgáfa hefur vægari áhrif. Margir munu hugsa af hverju ég nenni einu sinni að pæla í þessu, ég fíla Oliver Stone, jafnvel þótt hann geri ekki góða mynd. Mér finnst Alexander director's cut eins og fyrri útgáfan, vel fín, en alls ekkert meira en það. Ég gef þessari útgáfu þrjár stjörnur naumlega, aðallega til þess að undirstrika að mér finnst þessi útgáfa betri en sú fyrri sem ég gaf tvær og hálfa. Í eðli sínu er gæðamunurinn lítill en ég hvet hvern sem hefur áhuga að líta á þetta director's cut, ef ekki til þess að horfa á myndina þá til þess að hlusta hvað Oliver Stone hefur að segja því hann hefur alltaf eitthvað athyglisvert að segja frá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn