Talandi dýr í bíómyndum eru sívinsæl og er nóg að benda á myndir eins og A Boy And His Dog, Summer Of Sam, Marmaduke og Garfield í þeim efnum.
Ryan Reynolds íhugar nú hvort hann eigi að taka þátt í einni slíkri mynd sem á að heita The Voices, en hún fjallar um mann sem heyrir gæludýrin sín tala ( minnir reyndar aðeins á Doctor Dolittle )
Ef Reynolds lætur slag standa, þá mun hann leika Jerry Hickfang, dálítið skrýtinn starfsmann í verksmiðju sem framleiðir baðkör, sem gengur með grasið í skónum á eftir konu sem vinnur í bókhaldsdeildinni.
Honum tekst að heilla konuna, en samband þeirra fer í hundana, þegar Jerry fer að hlusta ráð gæludýranna sinna – málglaðan kött sem er illskan uppmáluð og góðviljaðan talandi hund.
Næstu myndir Reynolds eru teiknimyndin The Croods og myndirnar Turbo og R.I.P.D.