Kvikmyndaleikkonan Kristin Davis vill gera þriðju Sex and the City myndina. Davis, sem er 45 ára, og lék Charlotte York Goldenblatt í Sex and the City sjónvarpsþáttunum og fyrstu tveimur Sex and the City myndunum, segir að ekkert sé ákveðið með hvort að gerðar verði fleiri Sex and the City myndir, en hún væri meira en til í að snúa aftur í hlutverki hinnar stífu Charlotte.
Davis segir: „Það eru engin áform um þriðju myndina, en ég væri meira en til í að gera hana. Við viljum allar gera hana, en líklega snýst þetta bara um hvort að það sé rétt að gera það, og hvort við getum þróað persónurnar áfram.“
Þó að Kristin vilji snúa aftur til Sex and the City, þá er ekki víst að hún hafi tíma til þess, þar sem hún er að vinna að nýrri kvikmynd, auk þess sem hún er með sjónvarpsþætti í undirbúningi.
Leikkonan mun leika á móti Sir Michael Caine og Dwayne ‘The Rock’ Johnson í Journey 2: The Mysterious Island, sem er framhald myndarinnar Journey to the Center of the Earth, á næsta ári.
Davis mun einnig leika í nýjum sjónvarpsþáttum og er sem stendur að skrifa handrit fyrir þættina upp úr bókinni The Happiness Project.
Þegar hún er innt eftir því hvort að hún ætli að bjóða stelpunum úr Sex and the City, þeim Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall eða Cynthia Nixon, hlutverk í þáttunum segir Davis: „Nei, nei, nei, það ætlum við ekki að gera.“