Það þótti heldur betur merkilegt þegar Charlie Sheen var skyndilega rekinn af hinum vinsælu gamanþáttum Two and a Half Men. Það þótti síðan ennþá merkilegra þegar aðstandendur þáttarins tilkynntu hver arftaki hans myndi verða, en á endanum var Ashton Kutcher settur á samning. Einnig komu leikarar á borð við Rob Lowe og John Stamos til greina áður en Kutcher hljóp í skarðið.
Eins og umræðurnar um velgengni þáttarins í framtíðinni eftir brottför Sheens séu ekki nógu heitar nú þegar þá er ljóst að þær eigi eftir að hitna ennþá meir þegar fólk ber augum á nýja „intro-ið.“ Þið getið séð það hér. Ekki hika svo við það að segja ykkar skoðun. Flestir hafa hingað til verið á einu máli. Þið getið giskað hvað það þýðir.