Kvikmyndahátíð barna í Bíó Paradís

Börn, unglingar og fjölskyldur þeirra munu njóta sannkallaðrar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2013 vikuna 29. maí – 4. júní 2013. Hátíðin mun færa börnum og unglingum á Íslandi aðgang að áhugaverðum barna- og unglingakvikmyndum sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim. Erlendar og íslenskar stuttmyndir, kvikmyndir og fleira verður á boðsstólnum.

hatid

Meðal kvikmynda sem sýndar verða á hátíðinni hefur kvikmyndin Wadjda vakið heimsathygli. Wadjda fjallar um hressa og káta 10 ára Sádí-arabíska stúlku. Hana dreymir um að eignast reiðhjól og hefur augastað á einu slíku en móðir hennar og kennari benda henni á að slíkt tæki sé ekki ætlað stúlkum. En Wadjda er staðráðin í að láta draum sinn rætast og eygir möguleika í stöðunni þegar efnt er til verðlaunasamkeppni í skólanum.

Wadjda-aeuvre-pionniere-du-cinema-saoudien_article_popin

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2013 er framkvæmd af aðilum sem hafa til þess reynslu og þekkingu í skipulagningu og framkvæmd viðburða.

Smelltu hér til þess að kynna þér dagskrá hátíðinnar.