Kvikmyndasumarið byrjar með látum

Margar áhugaverðar kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum landsins í maí, og velta eflaust margir fyrir sér hvað þeir vilja sjá. Undirritaður fór yfir úrvalið og setti saman lista yfir þær myndir sem gætu hugsanlega skarað fram úr og það er óhætt að segja að kvikmyndasumarið byrjar með látum.

cinema11

Það verður mikið um að vera í kvikmyndahúsum landsins í mánuðinum og fáum við að sjá nýja íslenska kvikmynd og er vert að veita því athygli. Þeir stökkbreyttu í X-Men: Days of Future Past koma saman á nýjan leik og síðan er auðvitað ófreskjumyndin Godzilla rétt handan við hornið.

Vonarstræti (16. maí)
Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta.

 

X-Men: Days of Future Past (21. maí)
X-Men hópurinn heyjar stríð til að koma í veg fyrir útrýmingu stökkbreyttra í tveimur tímabeltum. Persónurnar úr upprunalegu X-Men myndunum slást í hóp með yngri útgáfum af sjálfum sér úr X-Men: First Class, í sögulegum bardaga sem verður að verða til þess að fortíðin breytist – til að framtíðin bjargist. Í X-Men: Days of Future Past eiga hetjurnar í vanda með dimman hliðarheim þar sem stökkbreyttir eru veiddir og drepnir af vélmennum undir stjórn Bolivar Trask, leikinn af Peter Dinklage. Prófessor X og Magneto finna aðferð við að senda Logan, öðru nafni Wolverine, aftur í tímann – sem skýrir áttunda áratugs myndina, en þar þarf hann að finna yngri útgáfur X-mannanna og fá hjálp þeirra við að breyta framtíðinni.

 

EINNIG VERT AÐ SJÁ Í MAÍ:

Godzilla (16. maí): Vísindamenn sem hafa verið að gera leynilegar tilraunir með kjarnorku og geislavirkni koma af stað keðjuverkandi atburðarás sem á eftir að ógna öllu lífi á jörð.

Oldboy (9. maí): Auglýsingamanni er haldið föngnum í einangrun í tuttugu ár eftir að hafa verið rænt og haldið sem gísl allan þennan tíma. Þegar honum er sleppt úr prísundinni þá fer hann af stað í mikla hefndarför til að reyna að finna þann sem skipulagði þessa furðulegu en skelfilegu refsingu. Hann kemst fljótt að því að hann er ennþá fastur í vef svika og áþjánar.

A Million Ways to Die in the West (28. maí): A Million Ways to Die in the West fjallar um kindarlegan bónda að nafni Albert sem þorir ekki að taka þátt í byssubardaga og kærastan hans ( Seyfried ) yfirgefur hann í kjölfarið. Þegar hann hittir konu ( Theron ) frægs útlaga sem býðst til að kenna honum að skjóta úr byssu, þá sér bóndinn þarna leið til þess að vinna kærustuna til baka, en þess í stað verður hann smátt og smátt ástfanginn af konunni.