Ástarsambönd geta oft reynst erfið og hvað þá þegar upp kemst um framhjáhald. Ekkert samband er eins og öll erum við ólík. Í tilviki parsins í myndbandinu hér að neðan má segja að þau séu frekar frábrugðin öðrum, því parið talar einungis saman í kvikmyndatitlum.
Í senunni hittist parið Maggie og Ross á veitingastað og tala saman á rólegu nótunum. Þau panta sér síðan mat og allt er eins og það á að vera, en þegar líða fer á þá kemst upp um ýmislegt í sambandi þeirra. Senan er byggð á 154 mismunandi kvikmyndatitlum sem er troðið í samræðurnar á tæpum 4 mínútum.
Ef þú hefur áhuga á kvikmyndum og orðaleikjum þá er þetta myndband tileinkað þér.

