Kvikmyndir.is fer í smá jólafrí

Við hjá Kvikmyndir.is óskum öllum gleðilegra jóla, farsældar á komandi ári og þökkum fyrir árið sem er að líða. Þetta er búið að vera eitt albesta ár síðunnar til þessa og tel ég persónulega að við séum enn rétt að byrja. Það er haugur af hugmyndum í vinnslu og verður gaman að sjá hvað bíður okkar árið 2010. Stefnt er að því að halda fleiri forsýningar, vera með fjölbreyttari getraunir, fleiri fréttir á dag (enda tveir nýjir fréttamenn sem munu hefja næsta ár með krafti) og margt annað skemmtilegt. Þið megið endilega hjálpa okkur og senda á okkur tillögur í pósti. Þær eru ávallt vel þegnar. Vefurinn væri heldur ekki mikið án ykkar.

Hafið það notalegt yfir hátíðirnar, og passið að festast ekki yfir vondum jólamyndum.