Þeir sem kíkja reglulega á vef eins og Kvikmyndir.is vita vafalaust flestir hver leikstjórinn Kevin Smith er, en hann ætlar að heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni og halda sitt heimsfræga Q&A í Eldborgarsal Hörpunnar þann 11/11/11. Miðasala er í Hörpunni og midi.is.
Enn er eitthvað til af miðum og við ætlum að bjóða notendum síðunnar þann möguleika að fá 20% afslátt af miðanum sínum. Það eina sem þú þarft þá í rauninni að gera er að minnast á Kvikmyndir.is í miðasölunni. Ef það er eitthvað vesen, þá sendirðu beint á mig línu: tommi@kvikmyndir.is.
Undirritaður telur að hér sé um einstakan viðburð að ræða fyrir bæði Kevin Smith-aðdáendur og kvikmyndaáhugamenn almennt. Þessi „spurt-og-svarað-uppistönd“ hjá leikstjóranum eiga sér ekkert fordæmi og hefur hann brillerað út um allan heim með sínum einlægu bransasögum af fólki sem kærir kannski ekkert sérlega að láta ræða um sig 😉
Þeir sem hafa ekki ennþá horft á An Evening with Kevin Smith-efnið eru vinsamlegast beðnir um að kippa því í lag eins og skot, og svo kíkja á kallinn sjálfan núna eftir nákvæmlega mánuð.
Það verður fljótt að líða. Trúið mér!
Fyrir þá sem hafa ekki séð þá er hægt að sjá hérna ýmis brot úr því sem Smith hefur verið að bjóða upp á. Gargandi snilld, sumt af þessu.
(þessi saga er einstaklega brilliant. Ómetanlegar 20 mínútur)
Sjáumst í Hörpunni!