Kvikmyndirnar eru komnar á kortið

Út er komið kort af frægum tökustöðum úr íslenskum kvikmyndum í Reykjavík og nágrenni, en það er vefsíðan Icelandic Cinema Online sem gefur kortið út. Kortið er til sölu í bókabúðinni Mál og menningu og á netinu.

Sunna Guðnadóttir hjá Icelandic Cinema Online sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að þetta væri upphafið að verkefni þar sem allir kvikmyndatökustaðir íslenskra og erlendra kvikmynda sem hafa verið teknar upp á Íslandi verði kortlagðir.

Á Reykjavíkurkortinu eru 86 tökustaðir úr 19 kvikmyndum kortlagðir. Þetta eru staðir eins og heimili Hlyns úr 101 Reykjavík, Grillið sem Páll fór á með vinum sínum í Englum alheimsins og braggahverfið úr Djöflaeyjunni.

Að lokum má til gamans geta þess að hér á kvikmyndir.is er hægt að skoða tökustaði kvikmynda rafrænt á Google Maps korti. Smellið hér til að skoða kortið.

 

 

    Hótel Saga/Grillið – tökustaður úr Englar Alheimsins (2000).