Stærsta og besta leigan í bænum, Laugarásvídeó (já, þessi sem brann), byrjar með glænýtt tilboð núna – í tilefni 25. ára afmælisársins – frá og með morgundeginum sem nefnist Mega mánudagar. Tilboðið lýsir sér einfaldlega þannig að þú leigir gamla mynd og færð eina nýja FRÍTT með! Síðan með þessu öllu færðu 1 líter af Emmessís í kaupbæti. Þetta verður svona framvegis alla mánudaga.
Laugarásvídeó hefur í kringum 20,000 myndir og stærsta safn landsins af Blu-Ray leigudiskum. Verðið hefur haldist það sama í yfir áratug en kostar einungis 500 kall að leigja hverja mynd.
Um að gera að kíkja á!


