The Hunger Games og Joy leikkonan Jennifer Lawrence mun leika ástkonu Fídels Castro leiðtoga Kúbu í rómantísku njósnamyndinni Marita, en hún fer þar með hlutverk „Jane Bond“ Marita Lorenz. The Huffington Post greinir frá þessu.
Handrit myndarinnar skrifar sami höfundur og samdi American Hustle, sem Lawrence lék eitt aðalhlutverkanna í, Eric Warren Singer, en myndin fjallar um Marita Lorenz, bandaríska konu sem fæddist í Þýskalandi og gerði sér dælt við marga af frægustu einræðisherrum 20. aldarinnar.
Lorenz byrjar í ástarsambandi með Castro þegar hún er 19 ára gömul, og verður ófrísk af barni hans og fer úr landi til að láta eyða fóstrinu. Síðar þá gengur hún til liðs við and-kommúnistahópa í Bandaríkjunum, þar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, ræður hana til að ráða Castro af dögum.
Lorenz fer til Kúbu árið 1960 til að drepa Castro með eiturpillum, en ljóstrar upp um fyrirætlanir sínar, og lýsir yfir ást sinni á leiðtoganum.
Síðar átti Lorenz í sambandi við einræðisherra í Venesúela og sagðist hafa verið viðriðin banatilræðið við John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.