Jennifer Lawrence hefur tekið að sér að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. Hún nefnist Project Delirium.
„Mig hefur langað að leikstýra síðan ég var 16 ára og fannst alltaf að ég þyrfti að stíga skref í þá átt. En ef ég hefði byrjað fyrr hefði ég ekki verið tilbúin. Núna finnst mér ég vera tilbúin,“ sagði leikkonan við Entertainment Weekly.
Myndin er byggð á blaðagrein um sálfræðihernað á sjöunda áratugnum.
Lawrence fetar þar með í fótspor frægra leikara á borð við Angelina Jolie og George Clooney sem hafa ákveðið að spreyta sig á leikstjórn.
Elizabeth Banks, sem hefur leikið á móti Lawrence í The Hunger Games, leikstýrði sömuleiðis sinni fyrstu mynd fyrr á þessu ári, Pitch Perfect 2.