Laxdæla verður Kurteist Fólk

Kvikmyndin Laxdæla Lárusar sem leikstýrt er af Ólafi Jóhannessyni og
framleidd af  Kristínu Andreu Þórðardóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni,
Guðna Páli
Sæmundssyni og Ólafi Jóhannessyni, hefur fengið nýtt nafn. Myndin
heitir nú Kurteist Fólk. Í tilkynningu frá kvikmyndafélaginu er
nafnabreytingin ekki útskýrð nánar.
Meðal leikenda í Kurteisu fólki eru Stefán Karl Stefánsson, Eggert
Þorleifsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Handritið skrifa þeir Ólafur
og Hrafnkell Stefánsson.
Áætlað er að frumsýna myndina á næsta ári, en tökum á myndinni er lokið.