Carl Rinsch (mynd af honum fylgir hér með), leikstjóri slagsmálastórmyndarinnar 47 Ronin hefur verið sparkað úr leikstjórastólnum fyrir það að fara umfram kostnaðaráætlun. Kostnaður myndarinnar er rokinn upp í heila 225 milljónir dollara sem er um 50 milljónum dollara yfir kostnaðaráætlun. Ásamt þessu var útgáfu myndarinnar á sínum tíma seinkað um hvorki meira né minna en 13 mánuði. Aðstandendur lýsa tökum myndarinnar sem hreinni martröð.
47 Ronin gerist á 18. öld í Asíu og fjallar um hóp samúræja sem hefnir fyrrum herra síns. Myndin átti upprunalega að vera stóra ‘comebackið’ fyrir Keanu Reeves, sem leikur aðalhlutverk myndarinnar. Reeves er heldur betur búinn að koma sér fyrir í asíska slagsmálagírnum, en hann leikstýrir sinni fyrstu mynd um þessar mundir sem ber nafnið Man of Tai Chi (við fjölluðum um hana hér).
Áætlað er að 47 Ronin komi í bíó í febrúar á næsta ári – kemur í ljós!