Undanfarnar vikur hafa margir leikstjórar barist fyrir tækfærinu til að leikstýra The Wolverine, en sú staða varð laus þegar Darren Aronofsky yfirgaf framleiðsluna fyrir nokkru síðan. Mörg nöfn voru sett í pottinn, en samkvæmt vefsíðunni Deadline hefur leikstjórinn verið valinn.
Bæði 20th Century Fox og stjarnan Hugh Jackman, sem fer að sjálfsögðu með hlutverk hins ofursvala Wolverine, hafa valið leikstjórann James Mangold. Mangold ætti að vera kvikmyndaunnendum kunnugur en hann hefur gefið frá sér myndir á borð við Walk the Line og 3:10 to Yuma.
The Wolverine er önnur myndin um stökkbreytinginn minnislausa Logan, en í henni ferðast hann til Japans og lendir þar í slagtogi við heldur vafasama aðila. Handritið skrifaði Christopher McQuarrie, en Fox stefna á að hefja tökur nú í haust.