Leikur: The Hurt Locker

Hér rétt áðan fékk ég í hendurnar nokkur DVD eintök af myndinni The Hurt Locker, sem er akkúrat núna vinsælasta myndin á leigunum í dag. Einnig hefur þessi mynd verið að sópa að sér verðlaunum og tilnefningum og þykir alls ekki ólíklegt að hún komi mikið við sögu á Óskarnum í ár.

Ég ætla að vera með stutta getraun núna fyrir þá sem vilja eiga séns á því að næla sér í eitt eintak. Það er tvennt sem hægt er að gera, og þið megið velja hvort þið gerið:


A:
KOMMENT

Ég spyr ykkur sem eru vön að skilja eftir komment á spjallsvæðinu: Hver ykkar uppáhalds stríðsmynd og af hverju?

Þið svarið mér þeirri spurningu hér fyrir neðan og skiljið eftir netfangið ykkar.

B: SPURNING

Fyrir ykkur sem vilja helst ekki gefa upp netfang í opinni umræðu þá getið þið svarað hér laufréttri spurningu og sent mér svarið á tommi@kvikmyndir.is ásamt kennitölu. Spurningin er svohljóðandi:

– Leikstjóri myndarinnar The Hurt Locker, Kathryn Bigelow, er talinn vera hörku kvenmaður. Hún var einu sinni gift einhverjum virtasta „blockbuster“ kvikmyndagerðarmanni allra tíma. Sá maður hefur einnig nýlega gert kvikmynd sem hefur vakið mikla athygli á verðlaunahátíðum. Hvað heitir er þessi fyrrverandi eiginmaður?

Vinningshafar fá sendan tölvupóst um hádegi Laugardags (30. jan).

Ég tek það einnig fram að menn þurfa að hafa náð 16 ára aldri til að mega taka þátt í þessum leik.

Hérna er trailer fyrir myndina: