Lincoln Lawyer flytur sig yfir í sjónvarp?

Hin nýlega The Lincoln Lawyer, sem skartaði Matthew McConaughey í hlutverki lögfræðings sem stundar viðskipti úr eigin bíl, kom flestum á óvart. Margir vildu meina að myndin væri betri en við mátti búast og voru margir farnir að bíða spenntir eftir fregnum af framhaldi, enda myndin byggð á fyrstu bók í seríu eftir Michael Connelly.

Fregnir vestanhafs herma að þótt myndin hafi komið út í plús séu framleiðendur hennar ekki nógu sáttir til að hefja framleiðslu á annari kvikmynd. Þess í stað stefna þeir að því að búa til sjónvarpsþætti sem munu snúast í kringum hin klóka lögfræðing.

Ekki er vitað meira en að handrit að fyrsta þættinum yrði skrifað af John Romano, sem skrifaði handrit myndarinnar, og sömuleiðis Connelly, höfundi bókanna.