Fyrsta alvöru plakatið fyrir The Amazing Spiderman vatki athygli nú á dögum fyrir smekklega hönnun, myrkar kringumstæður og loforðið um að við hefðum ekki heyrt þessa sögu áður. Nú eru þrír auglýsingaborðar dottnir á netið sem virðast segja hið gagnstæða. Fyrir það fyrsta er aðalhetjan í forgrunni í sinum klassísku stellingum, og litadýrðina fyrir aftan vantar ekki. Það er áhugavert að sjá hvert markaðsefni myndarinnar virðist vera stefna, en af þremur stóru ofurhetjumyndum næsta sumars (Hinar eru The Avengers og The Dark Knight Rises) hefur klárlega minnst spennan verið í kring um þessa. Heyrst hefur að myndin verði í raun ekki þessi myrka útgáfa af köngulóarmanninum sem að hálft í hvoru er verið að lofa, heldur þvert á móti léttari mynd með meiri húmor heldur en þríleikur Sam Raimi, og svo virðist að markaðsdeild Sony viti ekki alveg hvernig á að koma því til skila á jákvæðan hátt.
Þetta voru miklar umbúðir utan um lítið innihald: hér eru borðarnir þrír. Er fólk spennt fyrir The Amazing Spiderman?