Hollywoodstjörnurnar koma nú fram hver á fætur annarri og leggja forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum lið. Við sögðum um daginn frá stuðningi Clint Eastwood við Mitt Romney, en nú hefur Will Ferrell lagt sín lóð á vogarskálarnar, og hvetur fólk til að mæta á kjörstað og kjósa Obama. Hann er til í borða hvað sem er, jafnvel táneglurnar á sér, slá sjálfan sig utan undir, og dansa fyrir mann einkadans, bara ef maður drífur sig á kjörstað og kýs.
„Ef þið kjósið í kosningunum í ár þá mun ég koma heim til ykkar í eigin persónu, og húðflúra ykkur. Ég vara ykkur samt við: Ég kann ekki að teikna.“
Sjáið myndbandið hér að neðan:

