Losers í Bíótali

Sjóðheitt Bíótal er dottið í hús. Það má finna undir vídeóspilaranum á forsíðunni, eða á undirsíðu myndarinnar Losers, en Bíótalið fjallar einmitt um þá mynd.

Sindri og Tommi láta að venju allt flakka og gefa engin grið.Þeir lofa það sem er lofsins vert, en þegar þeim finnst eitthvað slæmt, þá er gagnrýnin hörð og miskunnarlaus. Þannig á það líka að vera.

Fyrir þá sem þekkja ekki bíótal þá eru þetta stuttir þættir með gagnrýni á bíómyndir sem þeir Tómas Valgeirsson og Sindri Grétarsson byrjuðu að framleiða fyrir allnokkru síðan og hafa birst hér á kvikmyndir.is frá upphafi.

Unnendur bíómynda ættu ekki að láta bíótal framhjá sér fara.