Lumiere verðlaunin veitt

Í tilefni af franskri kvikmyndahátíð sem er haldin af Alliance Francais og Græna Ljóssins þá greinum við frá því hvaða myndir hlutu verðlaun á Lumiere Awards hátíðinni sem veitt voru í gær. Sumir vita ekkert hvað þessi hátíð er, en hún er af mörgum talin jafningi Golden Globe verðlaunanna í Frakklandi.

Það var ekki bara á Golden Globe verðlaununum sem The Diving Bell and the Butterfly sló í gegn, heldur hlaut myndin einnig  2 verðlaun á Lumiere  hátíðinni, sem besta mynd og  Mathieu Amalric fékk verðlaun sem besti leikari.

Marion Cotillard fékk verðlaun sem besta leikkona í hlutverki sínu sem Edith Piaf í La Vie en Rose, sömu verðlaun og hún hlaut á Golden Globe hátíðinni. Abdellatif Kechiche var valinn besti leikstjóri fyrir myndina The Secret of the Grain, en verðlaunahafarnir eru kosnir af fréttamönnum í París.