Mætir ekki til Lundúna á frumsýningu

Óskarsverðlaunaleikkonan Sandra
Bullock
hefur af persónulegum ástæðum aflýst komu sinni til Lundúna
þar sem hún ætlaði að vera við frumsýningu á mynd sinni The
Blind Side
. Í kjölfarið hefur frumsýningu myndarinnar í Lundúnum
þann 23. mars nk. verið aflýst.

Frumsýningin átti að vera í Odeon
í Leicester Squere en Bullock ætlaði að vera viðstödd ásamt meðleikara
sínum Quinton Aaron.

Bullock sem er þekktust fyrir hlutverk sín í
rómantískum gamanmyndum vann fyrstu Óskarsverðlaun sín á dögunum fyrir
hlutverk í The Blind Side sem móðir í úthverfi sem tekur að sér
heimilislausan táning, en myndin er byggð á sannri sögu íþróttahetjunnar
Michael Oher. 

Hinar persónulegu ástæður tengjast væntanlega
framhjáhaldi eiginmanns hennar eins og mbl.is hefur greint frá.