Magneto fær sína eigin bíómynd

David Goyer hefur nú sagt það opinberlega að Magneto bíómynd muni að öllum líkindum fara í framleiðslu á næsta ári. Hann segir að Fox einbeiti sér nú að því að búa til Wolverine 2, en hann telji að Magneto sé næstur á dagskrá.

Einnig hefur komið fram að þeir vilji að Goyer sjái um að skrifa handrit og leikstýra myndinni. Hann er líklega hvað best þekktastur fyrir að skrifa söguna fyrir The Dark Knight, Batman Begins og Jumper.

Það verður gaman að sjá hve djúpt þeir kafa inn í persónu Magneto, hvort þeir fari alla leið aftur til helfararinnar ?