Málari Hlyns í forval fyrir Óskarinn

Stuttmyndin Málarinn í leikstjórn Hlyns Pálmasonar var valin besta danska stuttmyndin á nýafstaðinni alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Óðinsvéum. Með sigrinum er stuttmyndin komin í forval fyrir bestu stuttmyndina á Óskarsverðlaununum, að því er fram kemur í frétt frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Málarinn er útskriftarverkefni Hlyns frá danska kvikmyndaskólanum.

En-Maler_still-880x495

Með hlutverk málarans fer Ingvar E. Sigurðsson. 

Myndin, sem er 30 mínútna löng, fjallar um vinsælan myndlistarmann sem lifir mjög einangruðu lífi. Myndverkin eru hans drifkraftur í lífinu og hann veit ekki hvernig hann á að taka á því þegar sonur hans kemur óvænt í heimsókn. Skyndilega er hann í miðjunni á óreiðukenndu ástandi, sem setur bæði hann og verk hans úr jafnvægi.

 

 

Stikk: