Marilyn Manson án farða í sjónvarpsþætti

Þungarokkarinn Marilyn Manson lætur vanalega ekki sjá sig ófarðaðan á almannafæri, og fáir hafa því séð hvernig hann lítur út án andlitsmálningar og stílfærðrar hárgreiðslu. Breyting varð á þessu nú nýverið þegar Manson lék í einum þætti af sjónvarpsþáttaseríunni Eastbound & Down.

Manson_Eurockeenes

Atriðið með honum er 21 sekúnda að lengd en í því leikur Manson afgreiðslumann á veitingahúsi sem ferðast um á rúlluskautum.

Manson er ekki við eina fjölina felldur, því ásamt því að vera aðalsprautan í þungarokksveitinni oft umdeildu Marilyn Manson, þá er hann listmálari, tónlistarblaðamaður og leikari, að sjálfsögðu.

Sjáðu Manson hér fyrir neðan án farða: