Marvel Studios, sem gerðu nú síðast Iron Man hafa tilkynnt að þeir ætli að gera enn eina ofurhetjumyndina. Þessi heitir Runaways og eru höfundar myndasagnanna að vinna við undirbúning myndarinnar einmitt núna.
Runaways fjallar um hóp unglinga sem komast að því að foreldrar þeirra eru ofurglæpamenn (!!!). Því flýja þeir að heiman og hefja þá ævintýraferð þar sem þeir m.a. komast að sínum eigin ofurhetjuhæfileikum.
Allt annað er óvíst með gerð myndarinnar, þ.e. hverjir leika, leikstjóra o.fl.

