McConaughey las alla slæmu dómana

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey á greinilega auðvelt með að taka gagnrýni. „Fyrir nokkrum árum þá gerði ég áhugaverða tilraun,“ sagði McConaughey í nýlegu viðtali. „Aðstoðarmaðurinn minn safnaði saman allri neikvæðri gagnrýni sem ég hafði fengið á ferlinum, og það  var þykkur bunki,“ sagði hinn 43 ára gamli leikari, sem er væntanlegur á hvíta tjaldið í myndinni Mud. „Ég settist niður og sagði; „Núna ætlum við að lesa þetta allt, takk fyrir.

„Þarna sá ég að var þónokkuð af uppbyggilegri gagnrýni. Ég sagði, ÞETTA er einmitt það sem ég hefði sagt sjálfur um þessa frammistöðu mína. Þú hefur rétt fyrir þér,“ bætti McConaughey við, greinilega tilbúinn að læra af mistökunum.

McConaughey sem fékk Independent Spirit verðlaunin fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í myndinni Magic Mike, er að fá fína dóma fyrir leik sinn í Mud.

McConaughey fékk einnig New York Film Critics Circle verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Bernie.

Í Mud leikur hann flóttamann sem er að leita að draumadísinni, Juniper, sem Reese Witherspoon leikur.

McConaughey segir að það sé mest gefandi að lesa umfjöllun þegar gagnrýnandinn og hann eru sammála um það sem McConaughey var að reyna að túlka í viðkomandi mynd.

Mud er leikstýrt af Jeff Nichols, og verður frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudaginn næsta. Ekki er kominn frumsýningardagur fyrir myndina hér á landi.