Metaðsókn á barnakvikmyndahátíð

Metaðsókn hefur verið á Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, sem fram fer í Bíó Paradís þessa dagana. Uppselt hefur verið á flestar sýningar á Andri og Edda verða bestu vinir og á ofurhetjumyndina Antboy. Auk þessa sem troðið var út úr dyrum á frumsýningu beggja mynda.

Antboy

Átta myndir keppa um áhorfendaverðlaun og fylgja kjörseðlar öllum keyptum miðum og því er hægt að merkja við sína uppáhaldsmynd. Kosningaseðlarnir fara í kassa sem víða er hægt að finna frammi í bíóinu.

Hátíðin stendur aðeins fram til 30. mars. Á meðal sérviðburða á hátíðinni sem eftir eru er hryllingsmyndakvöld sem ætlað er 15 ára og eldri þar sem sýnd verður íslenska stuttmyndin Memoria eftir þrívíddar listakonunnar Elísabetu Ýr Atladóttur. Í beinu framhaldi verður hin japanska Manga teiknimynd Vampire Hunter D: Bloodlust á hvíta tjaldinu og því mun hrollvekjan vera við völd þetta kvöld.