Michael Moore styður ólöglega dreifingu á netinu

 Leikstjórinn Michael Moore (Fahrenheit 9/11, Bowling for Columbine) gaf nýverið út nýjustu mynd sína ókeypis til niðurhals á veraldarvefnum, en myndin ber nafnið Slacker Uprising og fjallar um um för Michael Moore í gegnum 62 borgir í kosningunum árið 2004 þar sem hann hvatti unga kjósendur til að láta til sín taka.

Hann ákvað að gefa myndina á netinu eingöngu innan Bandaríkjanna og Kanada,
en það kom honum ekki á óvart að myndin er nú aðgengileg til niðurhals
í gegnum skráarskiptiforrit um gjörvallan veraldarvefinn eins og er.
Hann gaf myndina á netinu til þess að hvetja ungt fólk til að mynda sér
skoðun í væntanlegum Bandaríkjaforsetakosningum.

,,Ég á aðeins réttinn að dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum og
Kanada, en ég vona að allir viti að ég styð þetta heilshugar. Mér
finnst landfræðileg skilyrði ekki eiga rétt á sér á netinu, það á að
vera hægt að niðurhala myndum í gegnum veraldarvefinn – þess vegna er
ég sáttur við dreifingu myndarinnar utan Ameríku á þennan hátt – þetta
er nú einu sinni 21.öldin“ sagði Michael Moore í viðtali.

Tengdar fréttir

5.9.2008        Næsta mynd Michael Moore verður frí á netinu