Nútímatækni er að gera bíóáhugamönnum kleift að fá æ oftar og fyrr fréttir af bíómyndum sem eru í framleiðslu. Farsímar, Twitter, Facebook og fleiri vefsíður, tól og tæki, eru þarna í lykilhlutverki.
Nú standa yfir töku á mynd Paul W.S. Anderson, Skytturnar þrjár, sem sýnd verður í þrívídd að sjálfsögðu. Með hlutverk í myndinni fer Milla Jovovich, ásamt þeim Logan Lerman, Ray Stevenson, Luke Evans og Matthew Macfayden sem leika skytturnar og D´Artagnan. Einnig leikur Christoph Waltz Richelieu kardinála.
Meðfylgjandi myndir setti Milla Jovovich sjálf á Twitter síðu sína og fylgjendur hennar fá þar með strax innsýn í hvað er í gangi á settinu.
Þarna eru hún að því er virðist að máta búninga fyrir hlutverk sitt í myndinni.



