Ef þú vilt kaupa miða á Scott Pilgrim eða The Expendables án þess að þurfa að nota kreditkort á netinu þá væri líklegast þægilegast fyrir þig að nálgast miðana þína í dag (fimmtudaginn) í bíói. Venjulega myndum við bara segja fólki að mæta fyrir sýninguna sjálfa en til að það myndist ekki BRJÁLUÐ röð við dyrnar (þið vitið líka hvað anddyrið er lítið í Laugarásbíói) ætlum við að leyfa fólki að geta keypt sína miða fyrr.
Alveg eins og ég gerði í gær þá mun ég vera staðsettur uppi í Laugarásbíói á milli 18:00-20:00 og verð líka með lista yfir þeim nöfnum sem hafa tekið frá miða, ef þeir hafa áhuga að sækja sína einnig. Þeir geta þá greitt strax og mæta þar af leiðandi bara á undan sýningum helgarinnar og labba beint inn í sal. Einfalt og gríðarlega þægilegt! Við seldum slatta í gær og er enn nóg eftir.
Þú þarft ekki annars að vera búinn að frátaka til að geta keypt á eftir. Þú mætir bara ef þú vilt tryggja þér miða sem fyrst án þess að fara á netið. Miðinn kostar 1200. Svo ef þú vilt láta taka frá þá sendiru póst á tommi@kvikmyndir.is.
ATH. The Expendables miðarnir voru ekki komnir úr prentun seinast (þeir voru greinilega svo harðir að prentarinn réð ekki við þá) en þeir verða klárir á morgun. Við lofum líka að hafa aðeins meira skipulag í þetta sinn. Vorum algjörar meyjar í þessu 🙂
T.V.


