Miramax kvikmyndaverið var að undirbúa gerð kvikmyndar eftir hinu geysivinsæla leikriti Rent sem sló í gegn á Broadway, og var búið að ganga svo langt að fá leikstjórann Spike Lee ( Summer of Sam ) til þess að hefja undirbúning og ráða leikara. Skyndilega, og að því virðist ástæðulaust, hættu þeir við, og vilja hvorki Lee né talsmenn Miramax gefa neinar skýringar. Hins vegar ætlar Miramax að halda áfram með undirbúning að kvikmyndun hins leikritsins, Chicago, sem gæti hugsanlega verið með Catherine Zeta-Jones og Renee Zellweger í aðalhlutverkum.

