Bandaríska kapalsjónvarpsstöðin Spike hefur ákveðið að láta gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem gera á eftir nóvellu hrollvekjurithöfundarins Stephen King, The Mist, eða Mistrið.
Mistrið er átakanleg saga um saklaust mistur sem læðir sér inn í lítið þorp, og veldur miklum usla.
Framleiðandi er Christian Torpe, sem gerði dönsku gamanþáttaröðina Rita.
„Við erum himinlifandi yfir að fá tækifæri til að vinna með Christian Torpe og Dimension framleiðslufyrirtækinu og þróa nóvellu King yfir í þáttaröð sem verður ólík öllu öðru í sjónvarpi,“ sagði Sharon Levy, framkvæmdastjóri hjá Spike í yfirlýsingu.